Einbýlishúsin - Ocean Villas

Einbýlishúsin okkar eru staðsett við Búhamar, á vesturhluta Heimaeyjar rétt hjá golfvellinum. Þar má finna eitt fallegasta útsýni eyjunnar yfir smáeyjarnar og auðvitað golfvöllinn. Húsin eru með stóra glugga til vesturs svo þú getir notið útsýnisins til hins fyllsta. Húsin eru staðsett við golfvöllinn svo þú getur gripið í kylfuna beint eftir morgunbollann.

Húsin eru einstaklega hentug fyrir fjölskyldur og vinahópa. Markmiðið okkar er að gera dvöl þína í Vestmannaeyjum eins þægilega, skemmtilega og einstaka og við mögulega getum. Húsin voru byggð árið 2021, með þægindi gesta okkar að leiðarljósi.

Upplýsingar:

 • Fullbúin einbýlishús sem geta hýst allt að 11 manns

 • Fjögur svefnherbergi, þrjú í aðalhúsinu og eitt í útihúsinu. Sjónvarp í öllum herbergjum
 • Tvö þriggja manna herbergi og eitt tveggja manna í aðalhúsinu
 • Í útihúsinu er svefnherbergi með einu tvöföldu rúmi og einu einbreiðu. Í útihúsinu er einnig baðherbergi og geymsla
 • Fullbúin baðherbergi, eitt í aðalhúsi og eitt í útihúsi. Baðvörur og klósettpappír er innifalinn
 • Þvottahús með þvottavél og þurrkara í aðalhúsi
 • Fullbúið eldhús
 • Stofa og borðstofa með sjónvarpi, borðstofuborði og stórum útsýnisgluggum til vesturs
 • Pallur með heitum potti, grilli og útihúsgögnum
 • Snjallsjónvörp með aðgang að Netflix
 • Frítt WiFi

Umsagnir