Hvernig kemst ég til Vestmannaeyja?

Herjólfur siglir allt árið um kring milli lands og eyja. Herjólfur siglir á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar, en í einstaka tilfellum siglir ferjan milli Vestmannaeyja og Þorlákshafnar. Siglingin frá Landeyjum tekur um 35 mínútur. Keyrslan milli Reykjavíkur og Landeyjahafnar eru tæplega 2 tímar. Siglingin frá Þorlákshöfn er 2 tímar og 45 mínútur og keyrslan milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur eru um 45 mínútur.

Hér má sjá nánari upplýsingar um ferjuna.

Þegar þú hefur komið til Vestmannaeyja er allt í göngufæri en einnig er hægt að hafa samband við leigubíl. Símanúmerið hjá Eyjataxa er 698-2038.

Westman Islands Villas & Apartments býður upp á úrvalsgistingu í Vestmanneyjum.