Íbúðirnar - Pier Apartments

Vel skipulagðar og fullbúnar 150 fermetra íbúðir staðsettar í hjarta bæjarins við Vestmannaeyjahöfn. Þarna geta fjölskyldur og vinahópar komið saman og notið eyjunnar á besta mögulega staðnum. Ferjan leggur að bryggju beint fyrir utan og stutt er í alla afþreyingu. Sem dæmi eru bátsferðir, hjólaleigur, fjórhjólaleigur og fleira rétt fyrir utan. Markmiðið okkar er að gera dvöl þína í Vestmannaeyjum eins þægilega, skemmtilega og einstaka og við mögulega getum. Íbúðirnar voru gerðar upp árið 2021, með þægindi gesta okkar að leiðarljósi.

Upplýsingar:

  • Tvær fullbúnar íbúðir sem taka við allt að 7 manns hvor

  • Þrjú svefnherbergi, eitt þriggja manna og tvö tveggja manna
  • Snjallsjónvarp í hverju herbergi
  • Fullbúið eldhús
  • Sameiginlegt þvottahús með aðgang að þvottavél og þurrkara
  • Baðherbergi með sturtu og öllum baðvörum
  • Glæsilegt útsýni úr íbúðinni yfir höfnina, hraunið og eldfjöllin
  • Svalir til norðurs með útsýni yfir höfnina
  • Snjallsjónvörp með aðgang að Netflix
  • Frítt WiFi

Umsagnir

Myndasafn