Golf og gisting í Vestmannaeyjum

Golfvöllurinn hér í Vestmannaeyjum er talinn vera einn besti golfvöllur landsins. Þetta er 18 holu völlur á einstöku landsvæði og þykir með þeim skemmtilegustu, þó víða væri leitað.

Gestum okkar stendur til boða einstök kjör hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja. Hafið samband við okkur ef þið óskið eftir að bóka gistingu og golf.

Einbýlishúsin við Búhamar (Ocean Villas)

Einbýlishúsin okkar eru frábærlega staðsett við 13. braut golfvallarins, það tekur um eina mínútu að keyra niður í golfskála, eða um 4 mínútur að rölta. Hverju húsi fylgir geymsla þar sem hægt er að geyma golfsettin og annan búnað.

Upplýsingar um húsin:

 • Fullbúin einbýlishús sem geta hýst allt að 11 manns
 • Fjögur svefnherbergi, sjónvarp með aðgangi að Netflix í öllum herbergjum
 • Fullbúin baðherbergi, eldhús og þvottahús
 • Stór geymsla til að geyma golfsett og annan búnað
 • Stofa og borðstofa
 • Pallur með heitum potti, grilli og útihúsgögnum
 • Frítt WiFi
 • Sjá nánari lýsingu á einbýlishúsunum
 
Skoða lausar dagsetningar og verð eða sendu okkur tölvupóst á info@westmanislandsluxury.is eða hringdu í síma 790 7040.
 

Íbúðirnar við Básaskersbryggju (Pier Apartments)

Íbúðirnar okkar eru við Básaskersbryggju, þar sem að Herfjólfur leggur að landi og því aðeins 4-5 mínútna akstur að golfvellinum. Það er sameiginleg geymsla á jarðhæðinni þar sem hægt er að geyma golfsettin og annan búnað.

Upplýsingar um íbúðirnar:

 • Fullbúnar íbúðir sem geta hýst allt að 7 manns
 • Þrjú svefnherbergi, sjónvarp með aðgangi að Netflix í öllum herbergjum
 • Fullbúin baðherbergi og eldhús
 • Sameiginlegt þvottahús
 • Sameiginleg geymsla á jarðhæð til að geyma golfsett og annan búnað
 • Svalir til norðurs með útsýni yfir höfnina
 • Frítt WiFi
 • Sjá nánari lýsingu á íbúðunum

 

Skoða lausar dagsetningar og verð eða sendu okkur tölvupóst á info@westmanislandsluxury.is eða hringdu í síma 790 7040.

Golfvöllur Vestmannaeyja

Völlurinn er einn sá rómaðasti á Íslandi og dregur að sér golfara jafnt innlenda sem erlenda. Völlurinn er staðsettur inni í Herjólfsdal og því er náttúrufegurðin gríðarlega mikil.

Fyrstu 9 holurnar liggja inní dalnum á meðan seinni 9 holurnar eru við Hamarinn. Nánari upplýsingar um golfvöllinn má finna hér.

Veitingastaðir í Vestmannaeyjum

Það er gríðarleg gróska í matarmenningunni í Eyjum og státar eyjan að mörgum góðum veitingastöðum. Við getum hiklaust mælt með GOTT, Einsa kalda, Slippnum, Tanganum og Næs, til að nefna nokkra.

Af pöbbum og kaffihúsum er m.a. hægt að mæla með Brothers Brewery og Frúin góða vínbar. Fyrir gott kaffi og bakkelsi er Vigtin Bakhús upplögð.

Afþreying í Vestmannaeyjum

Það er af gríðarlega mörgu að taka þegar kemur að afþreyingu. Sprangan, Eldheimar og Sealife Trust er eitthvað sem allir verða að gera. 

Hægt er að finna fjölmargar skemmtilegar gönguleiðir inná vef Vestmannaeyjabæjar. Einnig er hægt að leigja fjallahjól, fara í fjórhjólaferð, Rib safari, bátsferðir eða bóka aðra afþreyingu, hægt er að sjá hvað er í boði inná Visit Vestmannaeyjar.