Almennir skilmálar

Dagurinn byrjar klukkan 15.00 á komudegi og endar klukkan 12.00 daginn eftir. Ef gestur skráir sig ekki út fyrir klukkan 12 getur gestur þurft að greiða auka dag

Fyrirtækið hefur rétt á að taka greiðslu vegna gistingar fyrirfram af kreditkorti.

Ef gestur skemmir eitthvað, hefur fyrirtækið rétt á því að rukka gestinn um gjald.

Ef gestur mætir ekki á bókuðum degi, þrátt fyrir að eiga ennþá bókun, hefur fyrirtækið fullan rétt á að taka fullt gjald af gesti.

Fyrirtækið vinnur eftir fyrirframsettum verkferlum. Ef gestur er ekki ánægður með eitthvað er hann beðinn að hafa samband við móttöku strax og tilkynna, svo fyrirtækið geti brugðist við um leið.

Afbókunarskilmálar

Ef bókun er afpöntuð 5 eða fleiri dögum fyrir komudag er ekkert gjald tekið fyrir bókunina.

Ef bókun er afbókuð 5 eða færri dögum fyrir komudag, er fullt gjald tekið fyrir bókunina.

Ef gestur mætir ekki, er fullt gjald tekið fyrir bókunina.

Afbókunarskilmálar gætu átt við ef bókun er breytt, 5 eða færri dögum fyrir komu.